Fara í efni

Brúsabyggð 14(146457) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1006076

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 208. fundur - 10.06.2010

Undirritaður fyrir hönd starfsmannafélagsins Skjaldar kt.-630180-0669, sem er eigandi íbúðar með fastanúmerið 214-2813 og stendur á lóðinni nr. 14 við Brúsabyggð á Hólum, sækir með bréfi dagsettu 8.júní sl., um leyfi til að breyta útliti hússins. Breytingin felst í að setja hurð í stað glugga á vesturhlið hússins, byggja verönd ásamt því að koma fyrir setlaug á veröndinni. Erindið samþykkt. Vegna setlauga á lóðum vill skipulags- og byggingarnefnd sérstaklega bóka: Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.