Fara í efni

Birkihlíð 33 (143212) - Fyrirspurn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1006063

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 208. fundur - 10.06.2010

Birkihlíð 33 - Fyrirspurn um byggingarleyfi. Sveinn Rúnar Sigfússon kt.050846-4239 eigandi einbýlishúss sem stendur á lóðinni nr. 33 við Birkihlíð á Sauðárkróki óskar með bréfi dagsettu 9. Júní sl., umsagnar Skipulags-og byggingarnefndar Skagafjarðar vegna fyrirhugaðra breytinga á framangreindu íbúðarhúsi. Fyrirhugaðar breytingar varða stækkun, viðbyggingu austur úr stofu. Framlagður fyrirspurnaruppdráttur gerir grein fyrir fyrirhuguðum breytingum. Skipulags-og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við framangreindar framkvæmdir og mun taka erindið til byggingarleyfisafgreiðslu þegar fullgerðir aðaluppdrættir liggja fyrir.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 266. fundur - 01.07.2010

Afgreiðsla 208. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 266. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.