Fara í efni

Efra-Haganes 1 (146793) og 2 (146794) - Umsókn um staðfestingu landamerkja.

Málsnúmer 0910146

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 189. fundur - 11.11.2009

Efra-Haganes 1 (146793) og 2 (146794) - Umsókn um staðfestingu landamerkja. - Jón Sigurbjörnsson kt. 241050-4329 fh. eigenda  Efra- Haganess í Fljótum leggur fram, f.h landeigenda, landskiptasamning sem  óskast staðfestur af skipulags- og byggingaryfirvöldum í sveitarfélaginu Skagafirði. Samningurinn ber heitið Landskiptasamningur á Efra Haganesi, Fljótum Skagafirði milli Efra-Haganes I og Efra Haganes II.  Meðfylgjandi samningi er hnitmældur afstöðuuppdráttur unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni tæknifræðing kt. 080353-4219. Uppdrátturinn ber verkheitið Efra-Haganes I og II í Fljótum, Skagafirði og er hann í verki númer 7202, nr. S-01. Dagsetning uppdráttar er 22. júní 2009, breytt 30.10.2009. Mælikvarði 1:10000 og 1:50000. Frumgögn hafa verið lögð inn hjá Sýslumannsembættinu á Sauðárkróki og verður þar þinglýst að fenginni jákvæðri afgreiðslu skipulagsyfirvalda. Jarðareigendur aðliggjandi jarða hafa skriflega staðfest að landamerki eins og þau eru sýnd á ofangreindum uppdrætti Stoðar ehf. eru ágreiningslaus og samþykkt. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir landamerkin eins og þau koma fram á framangreindum uppdrætti.