Fara í efni

Grófargil lóð 146036 - Umsókn um stofnun lóðar.

Málsnúmer 0910143

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 189. fundur - 11.11.2009

Sigurður Haraldsson kt. 070236-2659, þinglýstur eigandi jarðarinnar Grófargils, landnr. 146035, sækir með bréfi dagsettu  30.október sl., um leyfi til þess að stofna tvær lóðir úr landi jarðarinnar Grófargils, landnr. 146035, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni.  Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7521, dags. 11. október 2009. Á lóðinni Grófargil lóð, sem fengið hefur landnúmerið 146036, stendur dæluhús í eigu Skagafjarðarveitna ehf., matshluti 01 á lóðinni og hefur það fastanúmerið 214-0457.  Einnig er óskað eftir að lóðin sem fengið hefur landnúmerið 146036 verði leyst úr landbúnaðarnotum. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Grófargili, landnr. 146035. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.