Fara í efni

Steinhóll 146902 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 0908088

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 184. fundur - 04.09.2009

Umsókn um landskipti. Ragnheiður I. Arnardóttir kt. 120262-5999, Benedikt Ó. Benediktsson kt. 060360-4569, Svala G. Lúðvíksdóttir kt. 260668-5609 og Sverrir Júlíusson kt. 090465-4149 þinglýstir eigendur jarðarinnar Steinhóls (landnr. 146902) í Flókadal í Fljótum Skagafirði, óska eftir leyfi til þess að stofna lóð í landi jarðarinnar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 7520, dags. 17. ágúst 2009. Landið er ¼ af flatarmáli jarðarinnar og skulu öll hlunnindi jarðarinnar s.s. veiðiréttur í Flókadalsá og bithagi sem er óskiptur með jörðinni Sjöundastöðum skiptast í sama hlutfalli. Sumarbústaður 53 m2 byggður árið 2002 stendur á landinu. Landið sem um ræðir verður tekið úr landbúnaðarnotkun. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146902. Erindið samþykkt.