Fara í efni

Steintún land 199118 - framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 0908077

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 184. fundur - 04.09.2009

Umsókn um framkvæmdaleyfi. Páll Pálsson veitustjóri f.h. Skagafjarðarveitna ehf., kt. 691097-2509, Borgarteigi 15, Sauðárkróki, óskar eftir leyfi til þess að leggja kaldavatnslögn frá borholuhúsi í landi veitnanna við Svartárbrú á Héraðsdalsvegi, að aðstöðuhúsi á Vindheimamelum. Lega lagnarinnar er sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S-101 í verki 1018, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 26. ágúst 2009. Um er að ræða plastlögn, ø90 PEH. Lögnin verður plægð niður á um 1,2 m dýpi. Með lögninni verður plægt ídráttarrör ø40 PEH fyrir gagnaveitu. Einnig verða lagðar tvær ø110 PEH lagnir frá borholuhúsinu að núverandi stofnlögn frá vatnstanki í landi Skíðastaða. Þær lagnir verða grafnar niður. Samþykki hlutaðeigandi landeigenda liggur fyrir landeiganda fylgja umsókninni.Erindið samþykkt.