Fara í efni

Raftahlíð 48 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0907019

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 180. fundur - 17.07.2009

Raftahlíð 48 - Umsókn um byggingarleyfi. Pétur Ingi Björnsson kt. 171270-5299, sækir með bréfi dagsettu 15.07.09., um leyfi til að byggja sólpall og skjólveggi á lóðinni nr. 48 við Raftahlíð ásamt því að koma fyrir setlaug á pallinum. Framlagðir uppdrættir dagsettir 9. júlí 09., gerðir af Skúla Bragasyni kt. 280272-3619. Fyrir liggur samþykki eigenda Raftahlíðar nr. 42, 44, 46 og nr. 50. Pallurinn er 2,3 metra inn á opið svæði, lóð Sveitarfélagsins. Erindið samþykkt. Vegna setlauga á lóðum vill skipulags- og byggingarnefnd sérstaklega bóka: Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.