Fara í efni

Plássið á Hofsósi – umsókn um uppsetningu minnisvarða

Málsnúmer 0905060

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 176. fundur - 27.05.2009

Plássið á Hofsósi – umsókn um uppsetningu minnisvarða. , Haraldur Þór Jóhannsson kt. 1406563569, Enni, Viðvíkursveit sækir með bréfi dagsettu 25. maí sl um leyfi til að koma fyrir minnisvarða um drukknaða sjómenn á opnu svæði Sveitarfélagsins Skagafjarðar í Plássinu á Hofsósi. Fyrirhugað er að reisa stuðlabergsdrang ca. 1,7 m á hæð. Framlagður uppdráttur gerður af Guðmundi Þór Guðmundssyni og er hann dagsettur 15.05.2009. Í umsókn kemur fram að umsækjandi muni sjá um alla vinnu og kostnað við uppsetningu minnisvarðans og annast umsjón hans. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir umbeðið leyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn Byggðarráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 477. fundur - 28.05.2009

Lagt fram erindi frá Haraldi Þór Jóhannsyni, Enni, Viðvíkursveit þar sem hann óskar eftir leyfi til að koma fyrir minnisvarða um drukknaða sjómenn á opnu svæði Sveitarfélagsins Skagafjarðar í Plássinu á Hofsósi. Kemur fram að umsækjandi muni sjá um alla vinnu og kostnað við uppsetningu minnisvarðans og annast umsjón hans.
Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 248. fundur - 09.06.2009

Afgreiðsla 477. fundar byggðarráðs staðfest á 248. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 248. fundur - 09.06.2009

Afgreiðsla 176. fundar skipulags - og byggingarnefndar staðfest á 248. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.