Fara í efni

Mælifellsá 146221 - Umsókn um breytta landnotkun.

Málsnúmer 0901005

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 165. fundur - 07.01.2009

Mælifellsá – skipulag. Með bréfi dagsettu 16. desember 2008 óska Margeir Björnsson og Helga Þórðardóttir bændur að Mælifellsá eftir að breyta notkun á 31,5 ha skógræktarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. Með fylgir loftmynd í mkv. 1:5000 sem sýnir umrætt svæði. Skipulags- og byggingarnefnd vill vegna þessarar umsóknar árétta að í 5. tillögu að aðalskipulagi Skagafjarðar er fjallað um nýja byggðalínu 220 kV háspennulínu frá Blönduvirkjun til Akureyrar og koma þar tvær línuleiðir til greina, svokölluð efribyggðarleið og leiðin fram miðhéraðið Héraðsvatnaleið. Í aðalskipulagstillögunni hefur ekki verið tekin afstaða til línuleiða og þar er skipulagi frestað á þeim svæðum sem til greina koma sem lagnaleið. Afstaða til erindis Margeirs og Helgu verður ekki tekin fyrr en niðurstaða er fengin í legu byggðalínunnar og skipulagningu svæðisins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 241. fundur - 29.01.2009

Afgreiðslu þessa liðar var frestað á 165. fundi skipulags- og byggingarnefndar.