Fara í efni

Hafnarsvæði suðurgarður Sauðárkróki -Umsókn um lóð.

Málsnúmer 0812038

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 164. fundur - 18.12.2008

Sauðárkrókshöfn, umsókn um lóð við Suðurgarð. Ásmundur Jósef Pálmason kt. 300765-5649 og Rita Didriksen kt. 101062-4309, sækja með bréfi dagsettu 3.12.08, um á fá úthlutað lóð við Sauðárkrókshöfn, nánar tiltekið við Suðurgarð þar sem þau fyrirhuga að koma upp veitingasölu. Einnig óska þau eftir stöðuleyfi fyrir söluvagn á lóðinni. Þar sem hafnarsvæði Sauðárkróks er í skipulagslegri meðferð frestar nefndin afgreiðslu málsins og vísar erindinu til gerðar deiliskipulags.

Skipulags- og byggingarnefnd - 172. fundur - 22.04.2009

Tekið fyrir bréf Ritu Didriksen og Ásmundar Pálmasonar varðandi lóð undir veitingasölu við Suðurgarð. Formanni og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjendur. Afgreiðslu frestað.