Fara í efni

Hátún 2 land 217662 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 0812005

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 162. fundur - 03.12.2008

Hátún 2 land 217662 - Umsókn um landskipti. Ragnar Gunnlaugsson athafnamaður kt. 260249-4959, Hátúni II, 560 Varmahlíð, eigandi jarðarinnar Hátúns II, landnr. 146039, sæki með bréfi dagsettu 28.nóvember sl. með vísan til IV kafla Jarðalaga nr. 81 frá 9. júní 2004, un heimild skipulags- og bygginganefndar og sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta 4.740 m² landspildu út úr framangreindri jörð.Land það sem um ræðir er nánar tilgreint og hnitsett á framlögðum yfirlits-og afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 27. nóvember 2008, gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-105 í verki 7385.Á landi því sem verið er að skipta út úr jörðinni Hátúni II stendur einbýlishús, mhl. 04, með fastanúmer 230-6068. Einnig er sótt um, með vísan til 6.gr. Jarðalaga nr. 81 frá 9. júní 2004, heimild skipulags- og bygginganefndar og sveitarstjórnar Skagafjarðar til að leysa bæði Hátún II, landnr. 146039 og hina nýstofnuðu lóð, Hátún 2, lóð, landnúmer 217662 úr landbúnaðarnotum. Erindið samþykkt eins og það er fyrirlagt

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 239. fundur - 18.12.2008

Afgreiðsla 162. fundar skipulags- og byggingarnefndar 03.12.08 staðfest á 239. fundi sveitarstj. 18.12.08 með níu atkvæðum.