Fara í efni

Iðutún 14 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 0806064

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 149. fundur - 18.06.2008

Iðutún 14, Sauðárkróki (203234) - Umsókn um lóð. Höskuldur Sveinsson kt. 260754-2469 sækir með tölvupósti dagsettum 13.6.08 um, fh. Kirkjumálasjóðs - Stjórn prestssetra, kt. 530194-2489, að fá úthlutað einbýlishúsalóðinni nr. 14 við Iðutún á Sauðárkróki. Nefndin samþykkir umbeðna lóðarúthlutun. Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að sækja þarf um byggingarleyfi innan árs frá lóðarúthlutun annars fellur lóðin aftur til Sveitarfélags.

Skipulags- og byggingarnefnd - 169. fundur - 18.02.2009

Iðutún 14 – Lóð skilað. Kirkjumálasjóður, stjórn prestssetra kt. 530194-2489 sótti um og fékk úthlutað lóð að Iðutúni 14 á Sauðárkróki til að byggja þar á íbúðarhús fyrir sóknarprest. Mál snerust svo þannig við frekari vinnslu hjá umsækjanda að lóðin Iðutún 18 þótti hentugri. Því óskar umsækjandi eftir að skila inn lóðinni. Erindið samþykkt

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 243. fundur - 10.03.2009

Afgreiðsla 169. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 243. fundi sveitarstjórnar 10.03.09 með níu atkvæðum.