Fara í efni

Sæberg á Hofsósi - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0806055

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 149. fundur - 18.06.2008

Sæberg á Hofsósi (146736) - Umsókn um byggingarleyfi fyrir setlaug. Hallgrímur H. Gunnarsson kt 090947-3899, eigandi íbúðarhússins Sæberg á Hofsósi, sækir um, þann 10.6.08, leyfi til að byggja setlaug á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Nefndin bendir á að laugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í laugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað. Að þessum skilyrðum uppfylltum er erindið samþykkt.