Fara í efni

Árkíll 2 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0806054

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 149. fundur - 18.06.2008

Árkíll 2 - Umsókn um byggingarleyfi. Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri f.h Sveitarfélagsins Skagafjarðar sækir með bréfi dagsettu 12. júní sl. um byggingarleyfi fyrir leikskóla á lóðinni Árkíll 2 á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af teiknistofunni Úti og Inni, Jóni Þór Þorvaldssyni og Baldri Svavarssyni arkitektum. Uppdrættir dagsettir 25.04.2008. Verknúmer leik-0746. Í dag liggja fyrir umsagnir Brunavarna Skagafjarðar, Vinnueftirlits ríkisins og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra. Erindið samþykkt. Gísli Sigurðsson situr hjá við afgreiðslu málsins, hann telur að málið hafi ekki verið tekið fyrir með formlegum hætti í Byggðarráði. Gísli Árnason telur eðlilegt að málið verði með formlegum hætti tekið fyrir í Byggðarráði áður en sótt er um byggingarleyfi.