Sauðárkrókshöfn - Suðurgarður - útboð 2008
Málsnúmer 0806045
Vakta málsnúmerUmhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 30. fundur - 16.06.2008
Auglýst hefur verið eftir tilboðum í byggingu Suðurgarðs við Sauðárkrókshöfn samkvæmt útboðs og verklýsingu gerðri í júní 2008. Verkið felst í að byggja um 350 m langan skjólgarð að sunnanverðu í höfninni og leggja fráveitulögn fram garðinn að hluta. Helstu magntölur vegna verksins eru um 11.300 m3 af sprengdu grjóti, um 43.000 m3 af sprengdum kjarna og um 150 m fráveitulögn. Verklok samkvæmt útboðsgögnum 1. febrúar 2009. Umhverfis- og samgöngunefnd staðfestir útboðið. Gert er ráð fyrir byggingu Suðurgarðs í fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins. Viðbótarfjárveitingu þarf vegna fráveitulagnar í garðinum og er erindinu vísað til byggðarráðs hvað það varðar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 230. fundur - 24.06.2008
Afgreiðsla 30. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 230. fundi sveitarstjórnar 24.06.08 með níu atkvæðum.