Fara í efni

Starrastaðir 216379 - umsókn um landsskipti

Málsnúmer 0805057

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 147. fundur - 22.05.2008

Starrastaðir í Skagafirði – umsókn um landsskipti. María Ingiríður Reykdal kt. 250258-4109, þinglýstur eigandi jarðarinnar Starrastaða í Skagafirði, landnúmer 146225, sækir um með bréfi dagsettu 5. maí sl., með vísan til IV kafla, Jarðalaga nr. 81 frá 9. júní 2004, heimild Skipulags-og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta 8400,0 m² lóð út úr framangreindri landspildu. Landið sem um ræðir liggur austan Fremribyggðarvegar (752-01), og vestan Svartár, er það nánar tilgreint og hnitasett á yfirlits- og afstöðuuppdráttum sem dagsettir eru 29.04.2008, gerðir af Valgeir M. Valgeirssyni og Guðrúnu Á Jónsdóttur kt. 140957-2599. Uppdrættirnir eru í mælikvarða 1:50000, 1:2000 og 1:1000.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146225. Erindið samþykkt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 229. fundur - 03.06.2008

Afgreiðsla 147. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 229. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.