Fara í efni

Reykir á Reykjaströnd - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0804052

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 144. fundur - 16.04.2008

Reykir á Reykjaströnd, landnúmer 145950. Umsókn um byggingarleyfi. Jón Eiríksson Drangeyjarjarl sækir með bréfi dagsettu 25. mars sl. um leyfi til að byggja búningsaðstöðu við baðlaugar í landi Reykja. Í erindi sínu vísar Jón til afgreiðslu Skipulags-og byggingarnefndar frá 3. maí 2007 og í þau gögn sem fylgdu umsókninni sem þá var afgreidd. Meðfylgjandi umsókninni eru aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni kt. 171160-3249 og eru þeir dagsettir 25. mars 2008. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir Heilbrigðiseftirlits dagsett 3. apríl. sl. og Vinnueftirlits dagsett 10. apríl sl. Erindið samþykkt.