Fara í efni

Hofsstaðir - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 0804051

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 144. fundur - 16.04.2008

Hofsstaðir í Viðvíkursveit í Skagafirði landnúmer 146408. Umsókn um landskipti og stofnun lögbýlis. Vésteinn Vésteinsson kt. 180942-4759, og Þórólfur Sigjónsson kt. 270165-4359 fh. Hofsstaða ehf. kt. 690307-1110, sækja, með vísan til IV. og V. kafla Jarðalaga, með bréfi dagsettu 24. mars sl. um heimild skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta 24.000 m² spildu út úr jörðinni ásamt því að stofna lögbýli á spildunni. Framlagður uppdráttur nr. 0822 dagsettur í mars 2008, gerður af Hjalta Þórðarsyni landfræðingi, Hólum í Hjaltadal. Einnig meðfylgjandi umsögn héraðsráðunautar dagsett 26. mars sl. ásamt vottorði úr fyrirtækjaskrá sem dagsett er 18. mars sl. Á lóðinni sem verið er að stofna stendur einbýlishús með fastanúmer 214-2579 og bílskúr með matsnúmer 214-2580. Hlunnindi og lögbýlaréttur munu áfram tilheyra jörðinni Hofsstöðum, landnúmer 146408. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 227. fundur - 29.04.2008

Afgreiðsla 144. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 227. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.