Fara í efni

Valadalur - Umsókn um byggingarleyfi, Geymsla.

Málsnúmer 0804037

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 144. fundur - 16.04.2008

Valadalur á Skörðum í Skagafirði, landnúmer 146074. Umsókn um byggingarleyfi, geymsluhúsnæði. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 6. desember 2007 og aftur 5. mars 2008. Eiríkur Kristján Gissurarson kt. 060653-5859 og Stefán Gissurarson kt. 030157-2659, eigendur jarðarinnar Valadals á Skörðum, sækja, með bréfi mótteknu hjá byggingarfulltrúa 28. nóvember sl., um leyfi til að byggja geymsluhús á jörðinni. Framlagður yfirlits- og afstöðuuppdráttur dagsettur 29.11.07, gerður af Stoð ehf. verkfræðistofu, aðaluppdrættir gerðir af Reyni Sæmundssyni arkitekt, dags. 15. mars 2008. Fyrir liggja samþykktir hlutaðeigandi aðila, Skipulagsstofnunar, Minjavarðar Nl. vestra og Vegagerðar. Erindið samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits..

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 227. fundur - 29.04.2008

Afgreiðsla 144. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 227. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.