Fara í efni

Atlantsolía - umsókn um lóð á Sauðárkílum

Málsnúmer 0803070

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 142. fundur - 19.03.2008

Atlantsolía - lóðarumsókn. Albert Þór Magnússon framkvæmdastjóri Atlantsolíu sækir með bréfi dagsettu 6. mars sl. um að fá úthlutað lóð á gatnamótum Skagfirðingabrautar og Borgargerðis. Fram kemur í erindinu að lóðin sé ætluð fyrir sjálfsafgreiðslustöð. Samkvæmt skipulagi er umbeðin lóð ekki ætluð fyrir sjálfsafgreiðslustöðvar á eldsneyti. Á grundvelli þess hafnar nefndin erindinu. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að skipuleggja við Borgargerði milli Strandvegar og Borgarflatar lóð fyrir sjálfsafgreiðslustöðvar. Þar verði þessari starfsemi ætlaður staður í framtíðinni.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 225. fundur - 01.04.2008

Afgreiðsla 142. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 226. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.