Fara í efni

Aðalgata 16, Kaffi Krókur, eldsvoði

Málsnúmer 0802018

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 142. fundur - 19.03.2008

Aðalgata 16, Sauðárkróki. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 30. janúar sl., þá m.a. bókað.? Jón Örn skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir stöðu mála eins og hún er varðandi embætti skipulags- og byggingarfulltrúa, vegna bruna að Aðalgötu 16 á Sauðárkróki. Húsið brann að hluta aðfararnótt 18. janúar sl. þ.e.a.s. efri hæð þess hluta hússins sem byggður var árið 1887. Beðið er eftir umsögn minjavarðar n.l. vestra og Húsafriðunarnefndar ríkisins.? Byggingarfulltrúi upplýsti að 5. febrúar sl. hefði hann ásamt starfsmanni farið í vettvangsskoðun, með í för Nikulás Úlfar Másson forstöðumaður Húsafriðunarnefndar, Þór Hjaltalín minjavörður Norðurlands vestra, Ólafur Haukur Ólafsson hjá TM, Sigríður Sigurðardóttir safnvörður Byggðasafns Skagfirðinga, Unnar Ingvarsson forstöðumaður Héraðsskjalasafns Skagfirðinga og Jón Daníel Jónsson eigandi. Að skoðun lokinni var haldinn fundur í Ráðhúsi Skagafjarðar þar sem m.a. kom fram að vænta mætti svara hlutaðeigandi umsagnaraðila innan hálfs mánaðar. Nefndin felur skipulags- og byggingafulltrúa að óska eftir við hlutaðeigandi aðila að loka strax húsinu svo ekki stafi hætta af því og húsið liggi ekki undir skemmdum umfram það sem orðið er. Sem fyrst verði tekin ákvörðun um endurbyggingu hússins og skipulags- og byggingarnefnd gerð grein fyrir þeim áformum.