Fara í efni  

Komdu í
Skagafjörð

Menntun

Í Skagafirði er öflugt og framsækið skólasamfélag sem býður upp á nám á öllum skólastigum, frá leikskóla til háskóla. Aðstaða til náms er til fyrirmyndar og hafa grunnskólar Skagafjarðar verið leiðandi í notkun á spjaldtölvum og upplýsingatækni í námi.

Lesa meira

Íþróttir

Sveitarfélagið Skagafjörður er Heilsueflandi Samfélag. Mikið og öflugt íþróttalíf er í Skagafirði og er öll íþróttaaðstaða til fyrirmyndar. Lagt er upp með að börn geti stundað sínar íþróttir í beinu framhaldi af skólanum og eru íþróttamannvirki í stuttu göngufæri.

 

Lesa meira

Atvinna

Skagafjörður er öflugt framleiðsluhérað og eru matvælaframleiðsla, landbúnaður og sjávarútvegur grunnstoðir atvinnulífsins. Af þessu leiðir fjölbreytt flóra fyrirtækja sem styðja við þessar grunnstoðir. Fjöldi starfa er í byggingariðnaði, ýmsum tæknistörfum sem og ferðaþjónustu svo dæmi séu tekin.

 

 

 

 

Lesa meira

Tómstundir og menning

Í Skagafirði er blómlegt tómstunda- og menningarlíf. Söfn, sýningar, sundlaugar, golfvöllur, frístundahús, frábært skíðasvæði, kvikmyndahús, leikfélög og kórastarf, svo dæmi séu tekin.

 

 

 

 

 

 

Lesa meira

Náttúran

Fjölbreytileiki náttúru Skagafjarðar gerir staðinn að ákjósanlegum stað til að stunda útivist og njóta náttúrunnar. Útivistasvæði eru stutt frá íbúabyggð og þarf ekki að ganga lengi til að komast út í ósnerta náttúruna. Það er magnþrungið að sjá Skagafjörð taka á sig gjörólíka mynd þegar horft er niður í fjörðinn af fjöllunum sem umlykja héraðið.

 

 

 

 

 

Lesa meira