Miklibær í Blönduhlíð

Miklibær í Blönduhlíð er kirkjustaður og prestssetur. Miklibær kom töluvert við sögu á Sturlungaöld. Einkum í ágúst 1238 þegar barist var á Örlygsstöðum. Sturla Sighvatsson gisti þar með hluta af liði sínu nóttina fyrir bardagann og þangað flúðu bræður hans, Kolbeinn og Þórður, til að leita griða í kirkjunni. Sem ekki dugði þeim því þeir voru teknir þaðan og höggnir ásamt fleirum. Kirkjan stóð nærri bæ því hægt var að ganga á milli „kirkju­garðs og útibúrs“.

Árið 1217 keypti Kálfur Guttormsson, sem áður bjó á Grund í Eyjafirði, Miklabæ. Sighvatur Sturluson og Halldóra Tumadóttur fluttu þá í Grund en ágætur vinskapur var á milli Kálfs og Sighvatar. Kolbeinn ungi lét drepa Kálf og Guttorm djákna son hans árið 1234 af því hann taldi að þeir væru honum óhollir, þar sem þeir fylgdu Sighvati að málum. Kálfur var einn mesti bóndi í Skagafirði á sínum tíma. Hann var tengdafaðir Brands Kolbeinssonar á Stað í Reyninesi, sem var sá höfðingi sem tók við ríki Ásbirninga þegar Kolbeinn ungi féll frá 1245. Brandur var  giftur Jórunni Kálfsdóttur. Ólafur chaim bóndi á Miklabæ 1246 var góður liðsmaður Brands.

Eftir Örlygsstaðabardaga 1238 voru menn Sturlu dregnir úr kirkjunni á Miklabæ og höggnir þar á hlaðinu eftir orrustuna. „Þá mælti maður við Kolbein unga: Viltu eigi árna sveininum griða, Þórði frænda þínum? Kolbeinn mælti: Fór sá nú, er skaði meir var að. Átti hann þar við Kolbein Sighvatsson bónda á Grenjaðarstað bróður Þórðar króks. Er Þórir jökull var leiddur undir höggið kvað hann þá frægu vísu sem hefst svo: Upp skalt á kjöl klífa, köld es sjávar drífa, kostaðu hug þinn herða, hér muntu lífit verða. ...

Miklu seinna - Miklabæjar Solveig
Sennilega er Oddur Gíslason (1740-1786) þekktasti prestur sem þjónað hefur staðnum. Ráðskona hans hér Solveig. Hún var ástfangin af presti, sem kvæntist annarri konu 1777. Solveig þá sinnisveik og reyndi ítrekað að fremja sjálfsmorð. Það tókst henni þann 11. apríl 1778. Hún var jarðsett utan kirkjugarðs eins og þá var gert við þá sem tóku líf sitt sjálfir og sagt var að hún gengi aftur. Nokkrum árum seinna, þann 1. október 1786, fór séra Oddur til messugjörðar á Silfrastöðum, en skilaði sér aldrei aftur úr þeirri ferð og var leitað lengi. Margar sögur urðu til um hvarf séra Odds og var sagt að Solveig hefði átt þátt í hvarfi hans. Í bréfi frá 1789 kemur fram að lík séra Odds hafði fundist þá um vorið í læknum Gegni, sem er gamall árfarvegur fyrir neðan bæinn.

Gottskálk (1741-1806), faðir Bertels (1770-1844) Thorvaldsen myndhöggvara, var prestssonur frá Miklabæ. Sonur séra Þorvaldar Ólafssonar. Thorvaldsen sendi úthöggvin skírnarfont til Íslands sem sagan segir að hann hafi ætlað Miklabæjarkirkju en honum var komið fyrir í dómkirkjunni í Reykjavík. Þar sem hún er enn. Steinmynd af Bertel Thorvaldsen, sem prýðir vegg Miklabæjarkirkju, er eftirmynd af sálfsmynd listamannsins. Hún var gerð um miðja 20. öld þegar verið var að laga listaverk á veggjum Thorvaldsenssafnsins i Kaupmannahöfn.

Nútími

Á Miklabæ er prestsetur og sóknarkirkju. Núverandi kirkjuhús var byggt 1973. Í Miklabæjarkirkjugarðir hvíla, meðal annarra, skáldið og skurðmeistarinn Bólu-Hjálmar (1796-1876) og fjallagarpurinn og ljós­mynd­ar­inn enski, Frederick W.W Howell, sem drukknaði í Héraðsvötnum 1901.

Sturlungaslóð   |   sturlungaslod@sturlungaslod.is