Hegranesþing

Austan í Hegranesinu, í landi Garðs, er Hegransþing hinn forni þingstaður Skagfirðinga á þjóðveldisöld (930-1262). Þar voru einnig haldin fjórðungsþing sem var sameiginlegt þing fyrir  Norðlendingafjórðung. Þar má enn sjá tóftarbrot frá þeim tíma. Kunnustu frásagnir þaðan eru úr Íslendingasögum þegar Grettir Ásmundarson kom úr Drangey og glímdi við menn á þinginu. Grettir var útlagi en kom dulbúinn á þingið. Honum var heitið griðum áður en menn þekktu hann og fékk hann því að fara óáreittur af þingi aftur.

Árið 1305 var gerður aðsúgur að sendimanni Noregskonungs á Hegranesþingi. Hann boðaði landsmönnum nýjar álögur sem Skagfirðingar mótmæltu harðlega. 

Skilti er við vegslóða sem liggur að þingstaðnum frá akvegi um Hegranes. Hegranesþingstaður er einn merkilegasti minjastaður á landinu.

Sturlungaslóð   |   sturlungaslod@sturlungaslod.is