Aðrir spennandi viðkomustaðir

Nokkrir staðir í Skagafirði, sem tengjast Sturlungasöguatburðum og -persónum, eru þess virði að skoða og fræðast um. Einn þeirra er Fosslaug, í landi Reykja, skammt fyrir ofan Reykjafoss. 
Annar er Geldingaholt þar sem Oddur Þórarinsson varðist frækilega.
Þriðji er Glaumbær þar sem Hallur Þorsteinsson bjó, fylgismaður Kolbeins unga, og afkomandi Vínlandsfaranna sem seldi jörðina úr fjölskyldunni 1254.
Fjórði er Miklibær í Blönduhlíð þar sem blóðugar aftökur fóru fram 1234 og 1238, býlið þar sem Kálfur Guttormsson bjó stórbúi þar til hann var tekinn af lífi 1234 og þar sem Sighvatur Sturlusonur beið örlaga sinna í Örlygsstaðabardaga.
Fimmti er Hegranesþingstaður, einn merkilegasti minjastaður landsins, þar sem vorþing voru haldin áður en haldið var til Alþingis.

Sturlungaslóð   |   sturlungaslod@sturlungaslod.is