Sögustaðir

Á nokkrum stöðum í Skagafirði geturðu kynnst einum róstursamasta kafla Íslandssögunnar. Hann var á 13. öld, Sturlungaöld, sem einkenndist af grimmilegum átökum valdaætta í landinu. Sturlungar börðust við Haukdæli af Suðurlandi og Ásbirninga sem réðu flestu í Skagafirði. Háðir voru mannskæðir bardagar á Örlygsstöðum og Haugsnesi og unnin níðingsverk, eins og þegar kveikt var í Flugumýrarbæ og menn brenndir inni.

Á mörgum upptöldum stöðum eru skilti sem veita upplýsingar um atburðina sem þar urðu. Þú getur líka keypt sögukort sem leiðir þig á milli staða og veitir upplýsingar um hvernig staðirnir tengjast atburðarás sögunnar.

Myndin er af sögubók fyrir börn með myndum sem má lita. Þetta er litabók sem dregur upp myndir af persónum, viðburðum og sögustöðum í Skagafirði sem urðu á slóð Sturlunga. Bókin fæst í flestum verslunum í Skagafirði og er gefin öllum skagfirskum grunnskólanemendum í 6. bekk.

Ef þú vilt kynnast okkur betur geturðu farið inn á vefinn Lifandi landslag og hlustað á sögubrot frá tímum Ásbirninga og Sturlunga sem tengjast völdum stöðu á Sturlungaslóð í Skagafirði. Veldu undirsíðuna Íslendingasögur og þá geturðu vafrað á milli staða á landakorti.

Sturlungaslóð   |   sturlungaslod@sturlungaslod.is