Sagan

Sturlunga saga er samstæða nokkurra frásagna frá 12. og 13. öld sem flestar eru ritaðar af samtíðarfólki. Aðalhöfundur er Sturla Þórðarson, söguritari. Á þessari heimasíðu er dregið fram hvernig atburðir í Skagafirði tengjast sögunum og hvaða staðir koma helst við sögu.

Sögusviðið er Skagafjörður á 13. öld. Hafa skal í huga að í Sturlunga sögu er brugðið upp fremur einsleitri samfélagsmynd, sem miðast fyrst og fremst við tilgang og þarfir þeirra sem skrifuðu. Til eru aðrar ritaðar heimildir sem greina frá ástandi mála á þessum tíma, en megingildi Sturlungu liggur í lýsingu á stjórnmála- og hernaðarátökum tímabilsins þar sem fjallað er um forystuhóp samfélagsins eða yfirstétt. Aðrar þjóðfélagsstéttir koma fyrst og fremst fram í aukahlutverkum í verkinu.  

Sturlungaslóð   |   sturlungaslod@sturlungaslod.is