Tengsl íslenskra höfðingja við Noregskonunga og aðra höfðingja í Noregi voru ýmisleg. Íslenskir höfðingjar voru margir tíðir gestir í Noregi og framan af öldum virðist það hafa verið hluti í uppeldi höfðingjasona að þeir færu til Noregs og dveldust við hirð konungs eða einhvers höfðingja. Einhvers konar skólaganga. Væntanlega til að læra hvernig höfðingjar áttu að hegða sér. Margir þeirra tóku þátt í hernaði og hafa þá lært vopnaburði og hermennsku. Í Sturlungu eru nefndir nokkrir íslenskir höfðingjar sem þágu vegtillur hjá konungi og gerðust menn hans. Þeirra á meðal voru Snorri Sturluson, þeir bræður Sturla Sighvatsson og Þórður kakali, Þorgils skarði og Gissur Þorvaldsson:
Snorri Sturluson var fyrst skutilsveinn og síðar lendur maður. Hákon konungur virðist hafa litið svo á að hann tæki það land í arf sem menn hans fengu yfirráð yfir eða hefði a.m.k einhver ítök með þeim höfðingjum sem hann tók í hirð sína.
Á 13. öld var greinilegt að Noregskonungur og fleiri norskir höfðingjar vildu ná tangarhaldi Íslandi.
Sturlungaslóð | sturlungaslod@sturlungaslod.is