Ættartengsl

Hér eru nafngreindir einstaklingar af ætt Ásbirninga sem koma hvað mest við sögu og tengsl þeirra við aðrar ættir, svo sem við Sturlunga. 

Ásbirningar

I)              Öndóttur kráka landnámsmaður í Viðvík

II)            Spak-Böðvar.

III)           Þorvaldur bóndi og kristniboði í Ási, sem byggði kirkju þar árið 984.

IV)           Arngeir.

V)            Arnór.

1) Ásbjörn Arnórsson + Ingunn Þorsteinsdóttir, Snorrasonar goða frá Helgafelli. 

Börn þeirra voru:

Þorsteinn

Ingunn

Sigríður

Böðvar

2) Arnór + Guðrún Daðadóttir, Starkaðarsonar,  Kolbeinssonar?, Þóraðarsonar Freysgoða

Börn þeirra voru:

3) Kolbeinn (d.1166) + Herdís Þorkelsdóttir frá Mýrum

Þeirra barn:

4a) Arnór + Guðrún Brandsdóttir biskups, Sæmundssonar frá Odda af Oddaverjaætt + Yngveldar Þorgeirsdóttur, Snorrasonar, Þorfinnssonar og Guðríðar Þorbjarnardóttur.

Börn þeirra:

Halldóra

5a) Kolbeinn kaldaljós (d. 1246) + Margrét Sæmundardóttir frá Odda, af ætt Oddaverja.

Börn þeirra:

Páll

Valgerður

Ingigerður

6a) Brandur (d.1246) + Jórunn Kálfsdóttir, Guttormssonar á Miklabæ og víðar.

7a) Páll Brandsson, sem seldi Gissuri Þorvaldssyni jarli ættaróðalið Stað í Reyninesi. 

4b)Tumi (d. 1186) +  1. kona Guðrún Þórisdóttir, 2. kona Þuríður Gissurardóttir, Hallssonar frá Haukadal, Teitsonar, Ísleifssonar biskups í Skálholti.

Þeirra börn:

Arndís

Þorsteinn

Álfheiður

Halldóra + Sighvatur Sturlurson á Grund af ætt Sturlunga

5b1)Kolbeinn (d. 1208) á Víðimýri + Gyðríður Þorvarðsdóttir, Þorgeirssonar Ljósvetnings

5b2)Arnór (d.1221) + Ásdís Sigurmundsdóttir, Ormssonar Svínfellings

Þeirra börn:

Þorbjörn

Arnbjörg + Órækja Snorrason frá Reykholti af ætt Sturlunga

Herdís + Böðvar, Þórðarson í Bæ, Böðvarsson Mýramanns

Sigríður + Böðvar á Stað, Þórðarson af Sturlungaætt

6b) Kolbeinn ungi (d. 1245) + 1. kona Hallbera Snorradóttir, Sturlusonar frá Reykholti, af Sturlungaætt. 2. kona Helga Sæmundardóttir frá Odda, Jónssonar, Loftssonar, Sæmundar fróða, af ætt Oddaverja.

Sturlungaslóð   |   sturlungaslod@sturlungaslod.is