Sögudagur á Sturlungaslóð 21. ágúst

Þriðjudaginn 21. ágúst verður sögudagur á Sturlungaslóð sem hefst á Örlygsstöðum kl 18. Þar mun sagnamaðurinn Sigurður Hansen taka á móti gestum og segja frá Örlygsstaðabardaga en þennan dag eru liðin nákvæmlega 780 ár frá því bardaginn var háður.
Síðan verður haldið í Kakalaskála þar sem dagskrá hefst kl 20 í tilefni dagsins. Erindi, söngur, leiklestur og léttar veitingar.
Allir velkomnir, frítt inn.


Sturlungaslóð   |   sturlungaslod@sturlungaslod.is