Málþing í Kakalaskála 7. september

Á ég að gæta hans? Menningararfurinn á breytingartímum; málþing í Kakalaskála laugardaginn 7. sept kl 14:00-16:30.
Fjölbreytt dagskrá þar sem menningararfurinn á umbrotatímum er helsta umfjöllunarefnið undir fundarstjórn Guðrúnar Ingólfsdóttur bókmenntafræðings.
Allir velkomnir, aðgangur ókeypis!

Dagskrá:

14:00 Guðný Zoega deildarstjóri fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga; Miðaldafjölskyldur - vitnisburður beina úr skagfirskum miðalda kirkjugörðum.

14:30 Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður; Um fornleifauppgröftinn í Viðey. Þráðurinn tekinn upp þremur áratugum síðar.

15:00 Kaffihlé

15:30 Sigríður Sigurðardóttir aðjúnkt við Háskólann á Hólum; Hvað er nógu spennandi? Markaðsvæðing menningararfs.

16:00 Guðmundur Stefán Sigurðarson minjavörður Norðurlands vestra; Menningarminjar og loftlagsbreytingar.


Sturlungaslóð   |   sturlungaslod@sturlungaslod.is