Lestur Laxdælu í Kakalaskála á sunnudögum

Við höfum lesið Laxdælu alla sunnudaga á milli kl. 10:30 og 12, í Kakalaskála.
Henni er nú lokið og við ætlum að halda áfram að lesa þætti sem henni tengjast.
Byrjum á Bolla þætti Bollasonar og lesum svo þátt um Halldór Snorrason. Lesið verður á sama tíma á sama stað.

Allir velkomnir, hvenær sem er, hvort sem er til að lesa eða hlusta!

Félagar á Sturlungaslóð.


Sturlungaslóð   |   sturlungaslod@sturlungaslod.is