Gönguferð Hólar-Víðines 28. júní

Við bjóðum gestum og gangandi í gönguferð frá Hólum í Hjaltadal að Víðinesi fimmtudaginn 28. júní kl 18 með leiðsögn Helga Hannessonar. Hann mun m.a. segja frá bardaganum á Hólum 1209 og Víðinesi 1208. Í Víðinesbardaga féll Kolbeinn Tumason höfðingi Ásbirninga og höfundur sálmsins Heyr himnasmiður.


Sturlungaslóð   |   sturlungaslod@sturlungaslod.is