Hvað er í boði?

Félagar á Sturlungaslóð halda úti margvíslegri starfsemi árið um kring sem stendur öllum opið að taka þátt í.

  • Á hverju ári, jafnvel tvisvar hvert ár, í febrúar-mars og í nóvember, býðst fólki að taka þátt í samlestri þar sem valin er ákveðin saga úr Sturlungasögusafninu. Lesið er í 1,5 klst, vikulega, yfirleitt milli 10:30 og 12, á sunnudögum. Lesturinn er misoft í hvert sinn, frá 4-5 skiptum. Við lesum sögurnar og pælum í þeim, veltum fyrir okkur atburðarásinni og hvers vegna hún var, tengjum persónur og sögusvið og reynum að skilja og læra og hafa gaman af. Þetta hefur verið gert öll árin frá febrúar 2009 og þótt ýmsir hafi lesið sumar sögurnar oft og mörgum sinnum eru þær alltaf jafn spennandi. 
  • A.m.k. einu sinni á sumri er boðið upp á sögustundir, erindi um ýmis málefni tengd sögunni og fer eftir því hvar erindið er haldið hver áherslan er. 
  • Farið er í gönguferð, að lágmarki einu sinni á ári, um söguslóðir með leiðsögumanni sem gjörþekkir söguna og staðinn.
  • Félagar á Sturlungaslóð taka þátt í málþingum, fundum og ráðstefnum um hin ýmsu málefni sem snerta sögu okkar á Sturlungaöld og hægt er að panta erindi og gönguferðir hjá okkur, með góðum fyrirvara. Þá er hægt að fylla út fyrirspurnarformið (á yfirstikunni) eða hafa samband við Kristínu Jónsdóttur, sem er formaður félagsins, á kristin@skagafjordur.is. 
 

Myndir frá sögudögum. T.v. er tekin 15. ágúst 2009, þegar róðukrossinn við Róðugrund var vígður. T.h. eru krásir á borðum á Ásbirningablóti í Kakalaskála árið 2012.

Sturlungaslóð   |   sturlungaslod@sturlungaslod.is