Yfirlit viðburða

Málþing í Kakalaskála 7. september

Á ég að gæta hans? Menningararfurinn á breytingartímum; málþing í Kakalaskála laugardaginn 7. sept kl 14:00-16:30. Fjölbreytt dagskrá þar sem menningararfurinn á umbrotatímum er helsta umfjöllunarefnið undir fundarstjórn Guðrúnar Ingólfsdóttur bókmenntafræðings. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis!
Lesa meira

Sögustund á Örlygsstöðum

Sögustund verður á Örlygsstöðum laugardaginn 7. september kl 11:00 þar sem Sigurður Hansen, sagnamaður, mun segja frá bardaganum sem þar varð 1238, aðdraganda og eftirmálum. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir á Sturlungaslóð!
Lesa meira

Samlestur - Þorgils saga og Hafliða

Sunnudaginn 3. nóvember, kl. 10:30 í Kakalaskála. Allir velkomnir.
Lesa meira

Lestur Laxdælu í Kakalaskála 8. desember

Lesturinn heldur áfram í Kakalaskála sunnudagsmorgna kl 10:30-12. Nú er hafinn lestur á einni Íslendinga sagnanna, Laxdælu, og sunnudaginn 8. desember byrjum við á 19. kafla. Allir velkomnir að koma og lesa með okkur eða bara að hlusta!
Lesa meira

Sturlungaslóð   |   sturlungaslod@sturlungaslod.is