Útgáfuhóf í tilefni 100 ára afmælis Kristmundar Bjarnasonar

Í tilefni 100 ára afmælis Kristmundar Bjarnasonar fræðimanns þann 10. janúar 2019 verður útgáfuhóf í Safnahúsi Skagfirðinga við Faxatorg laugardaginn 12. janúar kl 16. Þar verður kynnt berskuminningabók Kristmundar, Í barnsminni.

Hjalti Pálsson segir lítillega frá æviferli Kristmundar og kynnum sínum af honum. Unnar Ingvarsson segir frá kynnum og samskiptum við Kristmund. Kristján B. Jónasson talar um bókmennta- og fræðistörf Kristmundar. Sölvi Sveinsson kynnir bókina og les upp úr henni en Sólborg Una Pálsdóttir stýrir dagskrá.

Veitingar verða á boðstólum og bókin seld á tilboðsverði.

Allir velkomnir.

 Héraðsskjalasafn Skagfirðinga  ---  Sögufélag Skagfirðinga