Rökkurganga í gamla bænum í Glaumbæ

Sunnudaginn 9. desember kl 16 verður  rökkurganga í gamla bæinn í Glaumbæ. Í bænum verður boðið í sögustund og gestir hvattir til að mæta með vasaljós. Áskaffi verður opið þennan dag kl 14-19.