Lýðheilsuganga

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands (FÍ) verða á öllu landinu nú í september og eru einn af hápunktunum í afmælisdagskrá FÍ, en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Göngurnar munu fara fram alla miðvikudaga í septembermánuði kl. 18:00. Þetta eru fjölskylduvænar göngur sem taka  u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.

Ferðafélag Skagfirðinga kynnir lýðheilsugöngur frá Sauðárkróki. Brottför kl. 18:00.

20. september. Göngum upp með Sauðárgilinu og í gegn um Litlaskóg og hring í Skógarhlíðinni um vegaslóða sem þar er. Brottför frá verknámshúsi FNV.