Ljósadagur í Skagafirði

Minnumst látinna ástvina og kveikjum ljós í skammdeginu. Verum samtaka og höfum kertaljós á gangstétt við hvert hús þennan dag.

Hugmyndin að árlegum Ljósadegi kviknaði fyrir fimm árum, en þá sýndu margir samhug og kveiktu kertaljós við hús sín vegna hörmulegs umferðarslyss sem snerti samfélagið okkar.