Dagur íslenskrar tungu í Löngumýri

Dagskrá helguð Halldóri Kiljan Laxness í tilefni dags íslenskrar tungu verður í Löngumýri fimmtudaginn 16. nóvember kl 20.

Fram koma Skagfirski kammerkórinn, Kór eldri borgara, nemendur 7. bekkjar Varmahlíðarskóla, Áróra Ingibjörg Birgisdóttir, Ragnhildur Sigurlaug Guttormsdóttir og Margrét Óladóttir.

Aðgangur ókeypis og kaffiveitingar að lokinni dagskrá.