Umhverfisdagar Skagafjarðar 2019

Umhverfisdagar Skagafjarðar verða nú haldnir í 30. sinn dagana 15. - 19. maí. Íbúar, fyrirtæki og félagasamtök eru hvött til að taka höndum saman, tína rusl, snyrta til í sínu nærumhverfi og njóta umhverfisins. 
Við hvetjum alla til að sýna lit og taka þátt. Sérstaklega hvetjum við fyrirtæki og félagasamtök til að hreinsa til í sínu nærumhverfi, deila því á samfélagsmiðlum og skora á önnur fyrirtæki eða félagasamtök að gera hið sama.
Tökum höndum saman og gerum fallegan fjörð fallegri.