Sæluvika Skagfirðinga 2024

Sæluvika Skagfirðinga er lista- og menningarhátíð sem haldin er árlega í Skagafirði.

Metnaðarfull dagskrá Sæluviku stendur yfir í viku og hefst hún formlega síðasta sunnudag í apríl ár hvert.

Sæluvika Skagfirðinga 2024 verður dagana 28. apríl - 4. maí.

Þau sem hafa áhuga á að halda viðburði og koma þeim á framfæri eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við Hebu Guðmundsdóttur, verkefnastjóra á netfangið heba@skagafjordur.is eða í síma 455-6017.