Réttir Food Festival á Norðurlandi vestra

Réttir Food Festival er haldið í fyrsta skipti á Norðurlandi vestra dagana 16. – 25. ágúst.
Veitingahúsaeigendur og framleiðendur standa að þessari flottu matarhátíð.

Þeir ætla að bjóða gestum sínum upp á skemmtilega upplifun og fræðslu um mat og menningu á svæðinu. Það verða fjölmargar uppákomur þessa tíu daga, allt frá Laugarbakka í Miðfirði, út í Fljót í Skagafirði.

Hér má nálgast frekari upplýsingar og bóka sig á viðburði.