Gamlárshlaup Skokkhóps Sauðárkróks

Þann 31. desember n.k. mun gamlárshlaup Skokkhóps Sauðárkróks fara fram í 25. skipti. Sömuleiðis er verið að fagna 70. ára afmæli eins helsta skipuleggjanda hlaupsins undanfarna áratugi, Árna Stefánssonar og keflið fært til næstu kynslóðar.

Um er að ræða heilsueflandi fjölskylduskemmtun, þar sem þátttakendur stjórna eigin vegalengd og hraða. Ekkert þátttökugjald er tekið en með skráningu komast allir þátttakendur í útdráttar pott verðlauna sem ýmiss fyrirtæki og velunnarar hlaupsins hafa gefið eins og tíðkast hefur í gegnum árin.

Skráning hefst klukkan 12 við norðurinngang Íþróttahúss, hlaupið ræst klukkan 13 og gert ráð fyrir að allir þátttakendur verði komnir í hús klukkan 14:00.