Dagvistun barna á einkaheimilum

Vistun barns hjá dagmóður/dagföður er einn af þeim kostum sem til álita koma þegar foreldrar leita eftir dagvist fyrir barn sitt. Dagmæður starfa sjálfstætt og vistun barns hjá dagmóður byggist á samningi milli foreldranna og dagmóðurinnar. Þáttur sveitarfélagsins í dagvistun á einkaheimilum er að veita dagforeldrum starfsleyfi og að hafa eftirlit með starfsemi þeirra. 

Niðurgreiðsla dagvistargjalda

Sveitarstjórn hefur samþykkt sérstakar reglur um niðurgreiðslur vegna gjalda fyrir dagvist barns hjá dagforeldrum, sjá tengil hér að neðan. Dagvistargjöld eru greidd niður vegna barna á leikskólaaldri sem eiga lögheimili í Skagafirði, sem eru á biðlista eftir leikskólaplássi fram að þeim tíma sem leikskólapláss fæst,fáist ekki pláss á þeim tíma dags sem sótt er um, sjá nánar 10. gr. reglnanna. Einnig ef foreldrar eru námsmenn, með aðsetur í öðru sveitarfélagi og nýta sér daggæslu í heimahúsi þar.
Sækja þarf um niðurgreiðslu við upphaf gæslunnar og síðan eftir því sem um segir í reglunum. Athugið að ekki eru veittar niðurgreiðslur aftur í tímann, jafnvel þó umsækjandi hafi átt rétt á þeim en ekki leitað þeirra.
Um skilyrði niðurgreiðslna fer samkvæmt reglunum sem hægt er að sjá hér að neðan. 

Foreldragreiðslur 

Foreldrar geta sótt um foreldragreiðslur ef þeim stendur hvorki til boða pláss hjá dagforeldrum né í leikskóla. Foreldragreiðslur eru greiddar frá fyrstu mánaðamótum eftir að barn nær 9 mánaða aldri og fæðingarorlofi lýkur. Undantekningu má veita vegna barns einstæðra foreldra og barns foreldra sem báðir eru í fullu námi  sem ekki nýtur  9 mánaða fæðingarorlofs, og þar til barninu stendur pláss í daggæslu/leikskóla til boða.  Að hámarki eru greiðslurnar inntar af hendi í 11 mánuði á ári. Foreldragreiðslur nema sömu upphæð og sveitarfélagið greiðir dagforeldrum með hverju barni sem þar dvelur. 

Leyfi til að starfa sem dagforeldri 

Skilyrði fyrir starfsleyfi eru sett í reglugerð félagsmálaráðuneytisins um dagvist barna í heimahúsum. Félags-og tómstundanefnd Skagafjarðar veitir leyfi til daggæslu.  

Gjaldskrá dagmæðra 

Hún er alfarið í höndum þeirra. Foreldrar barna sem eiga lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði og nýta sér daggæslu í heimahúsi geta átt rétt á niðurgreiðslu á dagvistargjaldi. Sækja skal um það á sérstöku eyðublaði. Eftir að foreldri hefur kvittað á þar til gert staðfestingablað hjá dagforeldri greiðist niðurgreiðsla beint til dagforeldris. Kvitti foreldri ekki fyrir vistun barns síns á áðurnefnt blað fellur niður réttur til niðurgreiðslu þann mánuðinn. 

Efni sem tengist daggæslumálum 

Niðurgreiðslur til dagforelda vegna daggæslu barna í heimahúsum (2021) 

Reglur um niðurgreiðslu Sveitarfélagsins Skagafjarðar á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur 

Upplýsingabæklingur félagsþjónustunnar um daggæslu barna á einkaheimilum

Reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005

Starfsfólk sem vinnur að daggæslumálum:

 


Greta Sjöfn

  
  Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir 
  Félagsmálastjóri og framkvæmdastjóri málefna fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra.
  Netfang: gretasjofn(hja)skagafjordur.is
  Sími: 455 6000