Húsnæðismál

Sveitarfélagið Skagafjörður leitast við að hafa tiltæka ráðgjöf og önnur viðeigandi úrræði til að leysa húsnæðisþörf þess fólks í sveitarfélaginu sem þarfnast aðstoðar og nægilegt framboð af félagslegu leiguhúsnæði fyrir þær fjölskyldur og einstaklinga sem af félagslegum ástæðum eru þess ekki megnug að sjá sér fyrir húsnæði á almennum markaði.  

Félags- og tómstundanefnd fer með stjórn og samræmingu húsnæðismála á vegum sveitarfélagsins og fylgist með þörf á húsnæði í sveitarfélaginu. 

Eignasjóður sér um rekstur og viðhald íbúða í eigum sveitarfélagsins og gerir leigusamninga. Samskipti við leigjendur varðandi viðhald íbúða, umgengni og annað sem snertir leigusamning eru á hendi starfsmanns eignasjóðs.

Vakin er athygli á að, frá og með 1. júní 2016 var  dýrahald bannað í leiguhúsnæði í eigu sveitarfélagsins.

Beiðni um viðhald á fasteignum - umsóknir

 

Helstu þjónustuúrræði sveitarfélagsins á sviði húsnæðismála eru auk ráðgjafar: 

 

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Ný lög um húsnæðisbætur tóku gildi 1. janúar 2017. Sjá lög um húsnæðisbætur nr. 75/2016. Samkvæmt þeim hættu sveitarfélögin að greiða húsaleigubætur en Íbúðalánasjóður fer nú með almennan stuðning við leigjendur.

Jafnframt var gerð breyting á 45. gr. laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga sem kveða á um skyldu sveitarfélaga til að veita sérstakan húsnæðisstuðning sem er ætlaður þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt fær um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, lítilla eigna, þungrar framfærslubyrðar og félagslegra aðstæðna.

Jafnframt skulu sveitarfélög veita sérstakan húsnæðisstuðning til foreldra eða forsjáraðila 15–17 ára barna sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum hér á landi vegna náms fjarri lögheimili.

Hægt er að beina fyrirspurnum til félagsmálastjóra, Grétu Sjafnar Guðmundsdóttur, 455 6000, gretasjofn@skagafjordur.is

 

Félagslegt leiguhúsnæði

Félagslegt leiguhúsnæði er einkum ætlað fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem af félagslegum ástæðum eru þess ekki megnugar að sjá sér fyrir húsnæði á almennum markaði. Forgangsröðun og úthlutun íbúða fer fram á grundvelli sérstakrar stigagjafar og á umsækjandi rétt á að kynna sér stigafjölda sinn.  

Til að vera metinn í þörf fyrir félagslega leigu þarf að liggja fyrir mat á því að umsækjandi hafi ekki getu til að kaupa eða leigja á almennum markaði. Hann þarf að vera orðinn 20 ára að aldri, eiga við félagslega erfiðleika að stríða t.d. vegna skertrar vinnugetu, heilsubrests, atvinnumissis, fjölskylduaðstæðna, barnafjölda eða annarra sérstakra aðstæðna, uppfylla skilyrði um tekju- og eignamörk skv. gildandi matsblaði/stigagjöf.

Húsaleiga í félagslegum leiguíbúðum er lægri en í þeim íbúðum sem sveitarfélagið leigir út á öðrum forsendum. Í reglum um húsnæðismál Sveitarfélagsins Skagafjarðar er almenn húsaleiga pr. fermeter sett á 950 kr. frá og með 1. apríl 2012.  Hámark almennrar mánaðarleigu er 112.500 kr.  Þeir leigjendur sem uppfylla skilyrði sem þarf til að fá lægri leigu, leigja fermetrann á 20% lægra verði, 760 kr.  Hámark þeirrar leigu er 90.000 kr. á mánuði.

Þessi grunngildi eru reiknuð upp í ársbyrjun hvers árs og verða frá 1. janúar 2019 þannig:

Almenn leiga: 1.450 kr. pr. m2 og hámark leigu pr. mánuð 175.280 kr.
Félagsleg leiga: 1.160 kr. pr. m2 og hámark mánaðarleigu 140.223 kr.

Félagsráðgjafi tekur á móti umsóknum um félagslegt leiguhúsnæði og heldur utan um biðlista. Umsóknir eru flokkaðar eftir aldri, fjölskyldustærð, húsnæðisaðstæðum og félagslegum aðstæðum.  Til þess að viðhalda gildi umsóknar þarf umsækjandi að endurnýja umsóknina á sex mánaða fresti. Endurnýjun skal berast félagsráðgjafa og getur hvort heldur verið skrifleg eða munnleg. Þá skal umsækjandi gera grein fyrir hugsanlegum breytingum á aðstæðum sínum og þeim þáttum er kunna að hafa áhrif á fyrirliggjandi mat á umsókn.

Upplýsingar sem tengjast húsnæðismálum:

Reglur um húsnæðismál í Sveitarfélaginu Skagafirði (2019) 

Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning (2019)

Kafli um húsnæðismál á vefsíðu Velferðarráðuneytisins

 

Umsóknir sem tengjast húsnæðismálum:

Umsókn um húsnæði


Starfsfólk sem fer með húsnæðismál: 

Mynd Guðmundur Þór Guðmundsson 


  Guðmundur Þór Guðmundsson
  Umsjónarmaður eignasjóðs
  Netfang: gthor(hja)skagafjordur.is

 Gréta Sjöfn

 Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir 
  Félagsmálastjóri og framkvæmdastjóri málefna fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra.
  Netfang:gretasjofn(hja)skagafjordur.is
  Sími: 455 6066

Hrafnhildur Guðjónsdóttir

  Hrafnhildur Guðjónsdóttir
  Greining og afgreiðsla umsókna um félagslegt leiguhúsnæði
  Netfang: hrafnhildurg(hja)skagafjordur.is  

Sirrý Sif

  Sirry Sif Sigurlaugardóttir
  Félagsráðgjafi
  Netfang: sirrysif(hjá)skagafjordur.is
  Beinn sími: 455 6089