Fjárhagsaðstoð

Fjárhagsaðstoð er veitt vegna framfærslu einstaklinga og fjölskyldna. Rétt á fjárhagsaðstoð eiga þeir sem eiga lögheimili í Skagafirði, hafa tekjur undir ákveðnum viðmiðunarmörkum og geta ekki séð sér og sínum farborða með öðrum hætti. Sjá reglur um fjárhagsaðstoð á vegum Sveitarfélagsins Skagafjarðar hér fyrir neðan.

Sótt er um með rafrænum hætti í gegnum Island.is

 Til að hægt sé að afgreiða umsóknir þarf að skila inn þeim fylgigögnum sem tiltekin eru á umsóknareyðublaðinu og öðrum þeim gögnum sem starfsmenn óska eftir til að geta lagt mat á aðstæður.

Fjárhagsaðstoð sem veitt er á grundvelli ófullnægjandi, rangra eða villandi upplýsinga er alltaf endurkræf.   Sá sem nýtur fjárhagsaðstoðar skal tilkynna ef breytingar verða á tekjum og fjölskylduaðstæðum. 

Markmiðið er að hjálpa einstaklingum og fjölskyldum til sjálfshjálpar. Þess vegna er fjárhagsaðstoð einungis veitt í tengslum við félagslega ráðgjöf og önnur úrræði eftir því sem við á hverju sinni, t.d. virka atvinnuleit, endurhæfingu eða meðferð. Stundum er samstarf við Umboðsmann skuldara og eða við þjónustufulltrúa bankanna varðandi ráðgjöf og stuðning. 

Fjárhagsaðstoð til einstaklings 18 ára og eldri getur numið allt að 229.370 kr á mánuði (miðað við 1. janúar 2020) og er upphæðin miðuð við tiltekið hlutfall atvinnuleysisbóta. Fjárhagsaðstoð til hjóna og fólks í skráðri sambúð getur numið allt að 366.992 kr. á mánuði. Aðstoðin er óháð barnafjölda, þar sem reiknað er með að barnabætur, meðlög og barnalífeyrir mæti kostnaði vegna barna.

Heimilt er að veita fjárhagsaðstoð við sérstakar aðstæður og er þá þörf metin sérstaklega. Einkum er þá hugað að fjárhagslegum og félagslegum aðstæðum barnafjölskyldna, t.d. er unnt að meta sérstaklega þarfir barna vegna þátttöku þeirra í þroskavænlegu félagsstarfi. 

Fjárhagsaðstoð er skattskyld og meginreglan er sú að staðgreiðsla skatts er dregin frá útborgaðri aðstoð. Þess vegna þurfa upplýsingar um persónuafslátt að liggja fyrir við útborgun. Ár árinu 2016 var útgáfu skattkorta hætt en í staðinn er notaður rafrænn persónuafsláttur. Hver umsækjandi þarf því að fylgjast með notkun síns persónuafsláttar. 

 

Reglur um fjárhagsaðstoð á vegum Sveitarfélagins Skagafjarðar - frá apríl 2016

Helstu viðmiðunarfjárhæðir um fjárhagsaðstoð 2023 er að finna undir Félags og fjölskylduþjónusta.

Umboðsmaður skuldara

Umsjónaraðili fjárhagsaðstoðar:

Gréta Sjöfn

 
 Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir 
  Félagsmálastjóri og framkvæmdastjóri málefna fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra.
  Netfang:gretasjofn(hja)skagafjordur.is
  Sími: 455 6066