Félagsleg ráðgjöf
Ýmsir erfiðleikar, bæði af félagslegum eða persónulegum toga, geta steðjað að á lífsleiðinni. Fjölskylduþjónustan býður upp á félagslega ráðgjöf, en markmið hennar er einmitt að veita upplýsingar og leiðbeiningar um félagsleg réttindamál annars vegar og stuðning vegna félagslegs og persónulegs vanda hins vegar. Tilgangurinn er alltaf að hjálpa fólki til sjálfshjálpar þannig að sérhver einstaklingur geti sem best notið sín í samfélaginu.
Félagsleg ráðgjöf tekur m.a. til ráðgjafar vegna eftirfarandi:
- samskipta í fjölskyldunni
- uppeldismála
- málefna barna- og unglinga
- ættleiðingarmála
- fjárhagsvanda fjölskyldunnar
- atvinnuleysis
- húsnæðisvanda
- áfengis- og vímuvanda
- hjónaskilnaða og sambúðarslita
- forsjár- og umgengnisdeilna
- fötlunar
- öldrunar
Fjölskylduþjónustan hefur samstarf við ýmsar aðrar þjónustustofnanir, sem einnig veita ráðgjöf varðandi þessi mál. Þar má nefna Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki, presta Þjóðkirkjunnar, Umboðsmaður skuldara, SÁÁ, geðdeildir á Akureyri og í Reykjavík, Samtök um kvennaathvarf og Stígamót.
Starfsfólk Fjölskylduþjónustunnar er bundið þagnarskyldu um málefni einstaklinga sem þangað leita. Undantekningu frá þagnarskyldu má einungis gera skv. lagaboði svo sem ef barni er hætta búin.
Umsjónaraðili með félagslegri ráðgjöf
![]() |
|
|
|
|