Þjónusta við fullorðna með fötlun

Sigþrúður Jóna Harðardóttir

 

 Sigþrúður Jóna Harðardóttir,
 Ráðgjafarþroskaþjálfi
 Netfang: sigthrudurh(hja)skagafjordur.is

 

   
 Ragnheidur_m_rognvalds

   Ragnheiður M Rögnvaldsdóttir
   Forstöðuþroskaþjálfi í búsetu 
   Netfang: ragnheiðurr(hja)skagafjordur.is

   
edda haralds

  Edda Eiríka Haraldsdóttir
  Forstöðumaður í búsetu
  Netfang: fellstun(hja)skagafjordur.is


Búsetumál

Fjölskylduþjónustan veitir fólki með fötlun þjónustu í búsetumálum með rekstri sambýla og þjónustuíbúða. Þjónustuúrræði í formi frekari liðveislu er veitt fullorðnum sem búa sjálfstætt eða í foreldrahúsum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þessi þjónusta er liður í því að þjálfa og styðja íbúa í daglegu lífi og veita þeim heimilislegt umhverfi. Stefnt er að því að íbúar geti valið um búsetu eftir því sem færni þeirra breytist.

Félagsleg liðveisla

Með félagslegri liðveislu er átt við persónulegan stuðning og aðstoð sem miðar að aukinni félagslegri virkni og aukinni þátttöku í samfélaginu.

Frekari liðveisla

Í sérstökum tilvikum skal veita fötluðum frekari liðveislu, enda sé hún nauðsynleg til að koma í veg fyrir dvöl á stofnun. Frekari liðveisla er veitt eftir mati á þörf, forgangi og því fjármagni sem veitt er.

Heimili fatlaðs fólks

Á Sauðárkróki eru tvö sambýli  þar sem búa samtals níu einstaklingar sem þurfa töluverða þjónustu allan sólarhringinn.

Sjálfstæð búseta þar sem einstaklingar búa einir eða með öðrum í eigin/leiguhúsnæði en fá þjónustu í formi heimaþjónustu, liðveislu, heimahjúkrunar og frekari liðveislu. 

Þjónustuíbúðir

Einn fjögurra íbúða þjónustukjarni er á Sauðárkróki þar sem veitt er mikil þjónusta.

Styrkir vegna námskostnaðar

Samkvæmt lögum um málefni fatlaðra getur fólk með fötlun sótt um styrki til að mæta sérstökum kostnaði vegna náms. 
   

Styrkir vegna eigin atvinnurekstrar

Hægt er að sækja um styrk til að koma á fót eigin atvinnurekstri. Til dæmis getur verið um að ræða búnað svo sem tölvu til þess að vinna við ritvinnslu og bókhaldsverkefni eða ýmis önnur verkfæri og tæki í atvinnuskyni. 
Ákveðnar upphæðir eru ætlaðar til þessara styrkja á ári hverju.   

Ferðaþjónusta fatlaðra 

Sækja þarf um akstur í íbúagátt eða á sérstökum eyðublöðum sem fást á skrifstofu Fjölskylduþjónustunnar. 
Reglur um ferðaþjónustu fatlaðra. 

Ráðgjöf

Fjölskylduþjónustan stuðlar að því að veitt sé ráðgjöf  til einstaklinga með fötlun og aðstandenda þeirra m.a. greining, meðferð og stuðningur. Einnig miðlun upplýsinga m.a. um réttindi og möguleika fatlaðra til þjónustu og aðstoðar við lausn vandamála vegna fötlunar. 
Fjölskylduþjónustan hefur samskipti og samráð við aðrar þjónustustofnanir í tengslum við að finna viðeigandi lausn á málum einstaklinga með fötlun og aðstandenda þeirra.