Þjónusta við börn með fötlun / þroskafrávik og fjölskyldur þeirra
Ráðgjafarþjónusta:
Ráðgjöf og leiðbeiningar til fjölskyldna fatlaðra barna og samræming á þjónustu til þeirra.
Skammtímadvöl Grundarstíg 22
Markmið þjónustunnar er að létta álagi af fjölskyldum fatlaðra barna og stuðla með þeim hætti að því að börn geti búið sem lengst í heimahúsum. Þá er skammtímadvöl jafnframt ætlað að veita fötluðum ungmennum og fullorðnum, sem búa í heimahúsum tilbreytingu og búa þá undir að flytjast úr foreldrahúsum. Skammtímadvölin þjónar öllu Norðurlandi vestra.
Umsóknum skal skilað til Fjölskylduþjónustu Skagfirðinga, Félagsþjónustunnar á Hvammstanga, eða Blönduósi.
Stuðningsfjölskyldur:
Hlutverk stuðningsfjölskyldna er að taka fatlað barn í umsjón sína í skamman tíma í þeim tilgangi að létta álagi af fjölskyldum þess.
Beiðni um þjónustu skal skilað til Fjölskylduþjónustunnar.
Veitt er þroska- og leikþjálfun, tekin þroskamöt á börnum og veitt ráðgjöf til foreldra og annarra, svo sem leikskóla og stuðningsfjölskyldna sem annast börnin.
Umönnunarbætur:
Fjárhagsleg aðstoð við foreldra fatlaðra barna. Starfsmaður fjölskylduþjónustunnar gerir tillögur um greiðslu og sendir til Tryggingarstofnunar ríkisins.
Umsóknareyðublöð fást hjá Fjölskylduþjónustunni, einnig hægt að nálgast þau á www.tr.is
Liðveisla
Er veitt fötluðum einstaklingum 6 ára og eldri. Með liðveislu er átt við persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun t.d. aðstoð til að njóta menningar og félagslífs.
Umsóknum skal skila til Fjölskylduþjónustunnar.
Reglur um liðveislu
Umsókn vegna liðveislu.
![]() |
Ragnheiður Ásta Jóhannsdóttir |
![]() |
|